Fáðu besta verðið fyrir eignina þína

Til að fá sem besta verðið fyrir eignina þarf að huga að ýmsu. Hvati til að fá fólk á opið hús og eða hafa samband til að fá að skoða eignina.

Fagljósmyndun MJÖG MIKILVÆGT.

Ráðgjöf til seljanda með hvað má betur fara t.d. grinka á hlutum eða jafnvel smávægilegar breytingar svo myndirnar líti sem best út.

Ég mæti alltaf aðeins á undan ljósmyndaranum til að fara yfir og aðstoða við smávægilegar tilfæringar ef þarf.

Markaðssetningin er líka mjög mikilvæg svo sem textinn þar er mikilvægt að efst komi fram allir plúsarnir við eignina þína eins og t.d. er útsýni, eru 2 baðherbergi, er sér inngangur, er lyfta, sér afnotaréttur, innst í botnlanga, nýlegt viðhald o.s.f.

Uppröðun á myndunum þarf að leiða tilvonandi kaupanda í gegnum eignina svo hann átti sig betur á eigninni.

Sýnileiki á eigninni eins og uppfærsla svo eignin birtist nýleg reglulega, dreifing á FB og Instagram, breyta forsíðumyndinni og mögulega endurskoða textann.

Og síðast en ekki síst SVARA FYRIRSPURNUM EINS FLJÓTT OG HÆGT ER OG EFTIRFYLGNI.