Um mig

Ég hef unnið sem fasteignasali síðan 2014 og lauk löggildingunni vorið 2017.

Hef mikinn áhuga á því sem ég er að gera ásamt því að brenna fyrir innanhús hönnun og breytingum.

Ekki skemmir fyrir ef hægt er að gera breytingar með litlum tilkostnaði, banka í veggi og skoða hvar er hægt að taka þá niður, hvar eru lagnir svo mögulega hægt sé að færa til eldhús eða önnur votrými.

Sjálf hef ég breytt og bætt nokkrar eignir þar sem ég reyni að nýta gamalt þar sem það er hægt í bland við þetta nýja, eins gerir málning kraftaverk.

Ég er mamma, amma, dóttir, systir, vinkona og til í nánast hvað sem er allavega tilbúin að vinna fyrir þig ef þú ert tilbúin að gefa mér tækifæri.