FRÍTT

SÖLUVERÐMAT

Engin skuldbinding

Sjónskoðun er mjög mikilvægt þar sem allar eignir eru einstakar og hafa bæði plúsa og mínusa sem geta haft töluverð áhrif á verðmat eignarinnar ekki nóg að taka fermetraverð á sambærilegri eign í hverfinu.

Þinglýstir kaupsamningar á sambærilegum eignum í hverfinu skoðaðir ásamt því að skoða myndir og lýsingu á þeim eignum.

Tekið er meðaltal á sambærilegum eignum sem seldar hafa verið síðustu 6 mánuði og eignir sem eru skráðar til sölumeðferðar þegar verðmatið fer fram.

Einnig er farið yfir alla galla ef um galla er að ræða sama hversu litlir þeir eru, fyrirhugaðar framkvæmdir ef einhverjar eru og ástand eignarinnar í heild.

Til að fá sem besta verðið fyrir eignina þarf að huga að ýmsu. Hvati til að fá fólk á opið hús og eða hafa samband til að fá að skoða eignina.

Fagljósmyndun MJÖG MIKILVÆGT.

Ráðgjöf til seljanda með hvað má betur fara t.d. grinka á hlutum eða jafnvel smávægilegar breytingar svo myndirnar líti sem best út.

Ég mæti alltaf aðeins á undan ljósmyndaranum til að fara yfir og aðstoða við smávægilegar tilfæringar ef þarf.

Markaðssetningin er líka mjög mikilvæg svo sem textinn þar er mikilvægt að efst komi fram allir plúsarnir við eignina þína eins og t.d. er útsýni, eru 2 baðherbergi, er sér inngangur, er lyfta, sér afnotaréttur, innst í botnlanga, nýlegt viðhald o.s.f.

Uppröðun á myndunum þarf að leiða tilvonandi kaupanda í gegnum eignina svo hann átti sig betur á eigninni.

Sýnileiki á eigninni eins og uppfærsla svo eignin birtist nýleg reglulega, dreifing á FB og Instagram, breyta forsíðumyndinni og mögulega endurskoða textann.

Og síðast en ekki síst SVARA FYRIRSPURNUM EINS FLJÓTT OG HÆGT ER OG EFTIRFYLGNI.

Ég hef unnið sem fasteignasali síðan 2014 og lauk löggildingunni vorið 2017.

Hef mikinn áhuga á því sem ég er að gera ásamt því að brenna fyrir innanhús hönnun og breytingum.

Ekki skemmir fyrir ef hægt er að gera breytingar með litlum tilkostnaði, banka í veggi og skoða hvar er hægt að taka þá niður, hvar eru lagnir svo mögulega hægt sé að færa til eldhús eða önnur votrými.

Sjálf hef ég breytt og bætt nokkrar eignir þar sem ég reyni að nýta gamalt þar sem það er hægt í bland við þetta nýja, eins gerir málning kraftaverk.

Ég er mamma, amma, dóttir, systir, vinkona og til í nánast hvað sem er allavega tilbúin að vinna fyrir þig ef þú ert tilbúin að gefa mér tækifæri.

Bókaðu þitt fría söluverðmat hér án skuldbindingar
Frítt verðmat
Veldu tíma dags
: