Verðmatið

Sjónskoðun er mjög mikilvæg þar sem allar eignir eru einstakar og hafa bæði plúsa og mínusa sem geta haft töluverð áhrif á verðmat eignarinnar. Það er ekki nóg að taka fermetraverð á sambærilegri eign í hverfinu.

Þinglýstir kaupsamningar á sambærilegum eignum í hverfinu skoðaðir ásamt því að skoða myndir og lýsingu á þeim eignum.

Tekið er meðaltal á sambærilegum eignum sem seldar hafa verið síðustu 6 mánuði og eignir sem eru skráðar til sölumeðferðar þegar verðmatið fer fram.

Einnig er farið yfir alla galla ef um galla er að ræða sama hversu litlir þeir eru, fyrirhugaðar framkvæmdir ef einhverjar eru og ástand eignarinnar í heild.